Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. desember 2017 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane er veikur - Gæti misst af Swansea
Mynd: Getty Images
Leikmenn Tottenham fá að hvíla sig yfir áramótin því næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 2. janúar, gegn Swansea.

Harry Kane er búinn að vera í fantaformi yfir hátíðarnar og búinn að gera sex mörk í síðustu tveimur leikjum, þrennu gegn Burnley og þrennu gegn Southampton.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir ekki ljóst hvort Kane nái leiknum í Wales.

„Hann er veikur heima. Læknirinn var að heimsækja hann rétt í þessu. Þetta er ekki stórt vandamál, við verðum að bíða og sjá hvernig hann bregst við lyfjameðferðinni," sagði Pochettino á fréttamannafundi.

„Við vitum ekki hvort hann verði tilbúinn til að spila 90 mínútur gegn Swansea, það verður að koma í ljós."

Belgíski miðjumaðurinn Mousa Dembele er einnig tæpur fyrir leikinn gegn Swansea eftir að hafa orðið fyrir minniháttar meiðslum í 5-2 sigrinum á Southampton.

Tottenham er í fimmta sæti ensku deildarinnar, einu stigi frá Liverpool í meistaradeildarsæti. Swansea er á botninum og að spila í fyrsta sinn undir stjórn Carlos Carvalhal, sem hefur stýrt Sheffield Wednesday undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner