Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 16:03
Elvar Geir Magnússon
Mourinho minnir Klopp á það sem hann sagði á síðasta ári
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, notaði tækifærið á fréttamannafundi í dag og hvatti fréttamenn til að spyrja Jurgen Klopp út í ummæli hans á síðasta ári.

Sumarið 2016 sagði Klopp að hann myndi aldrei fara þá leið að kaupa velgengni en þau ummæli lét hann út úr sér eftir að United keypti Paul Pogba. Hann sagði að hann myndi sjálfur ekki fara þá leið að borga risa upphæðir fyrir leikmenn þó hann hefði fjármagn til þess.

Í þessari viku gekk Liverpool frá kaupum á Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda en hann verður orðinn leikmaður liðsins 1. janúar.

„Ef ég væri einn af ykkur myndi ég spyrja Klopp út í þessi ummæli," sagði Mourinho við fréttamenn.

„Ég ætla ekki sjálfur að tjá mig um þessi kaup því Liverpool gerir það sem félagið vill gera og ég er ekki aðili sem á að tjá mig um það. Ef þeir telja að þetta sé rétti leikmaðurinn fyrir þá og vilja algjörlega fá hann þá borga þeir þessa upphæð eða fá leikmanninn ekki. Þannig er markaðurinn í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner