Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Puel: Van Dijk getur orðið bestur í heimi
Mynd: Getty Images
Claude Puel stýrði Southampton á síðasta tímabili en var rekinn eftir tímabilið. Hann tók við Leicester í lok október.

Puel hefur tjáð sig um kaup Liverpool á Virgil van Dijk, sem var fenginn fyrir 75 milljónir punda.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd og ég er sérstaklega ánægður að við þurfum ekki að mæta honum," sagði Puel. Leicester mætir Liverpool á laugardaginn en Van Dijk má ekki spila fyrr en glugginn opnar 1. janúar.

„Ég veit ekki hvort þetta sé rétt verð fyrir hann en ég þekki þennan leikmann vel. Hann er stórkostlegur varnarmaður. Hann þróaði leik sinn mikið meðan ég var hjá félaginu.

„Hann er sterkur, kraftmikill, hávaxinn, góður á boltanum og með sterkan persónuleika. Hann er einn af bestu varnarmönnum í heimi og hefur allt til að verða sá besti."

Athugasemdir
banner
banner
banner