fös 30. janúar 2015 14:51
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill samdi við Lilleström til þriggja ára (Staðfest)
Árni eftir undirskriftina.
Árni eftir undirskriftina.
Mynd: Heimasíða Lilleström
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lilleström en norska félagið hefur staðfest þetta á heimasíðu sinni.

Árni er tvítugur en hann skoraði tíu mörk fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

Hjá Lilleström mun Árni leika undir stjórn Rún­ars Krist­ins­son­ar, fyrrum þjálfara KR. Þá verður Finnur Orri Margeirsson samherji Árna en hann kom einnig frá Breiðabliki.

„Það er mjög flott skref að fara til Lilleström. Ég æfði þarna og leist mjög vel á allt hjá klúbbnum. Toppurinn er síðan að fara til Rúnars og Sigga sem maður þekkir. Ég veit að ég get lært mikið af þeim," sagði Árni í samtali við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner