Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. janúar 2015 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolta.net mótið B-deild: Gummi Magg með tvö fyrir HK
Mynd: Heimasíða HK
HK 4 - 2 Ægir
0-1 Aron Ingi Davíðsson ('27 )
1-1 Guðmundur Magnússon ('47 )
2-1 Guðmundur Magnússon ('56, víti )
3-1 Árni Arnarson ('73 )
4-1 Jón Dagur Þorsteinsson ('88 )
4-2 Atli Rafn Guðbjartsson ('90 )

HK lagði Ægi með fjórum mörkum gegn tveimur í B-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld en Guðmundur Magnússon gerði tvö mörk fyrir HK-inga.

Aron Ingi Davíðsson kom Ægismönnum yfir á 27. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik en Guðmundur Magnússon kom HK-ingum í gírinn er hann jafnaði metin í byrjun þess síðari.

Hann kom þeim svo yfir á 56. mínútu úr vítaspyrnu áður en Árni Arnarson bætti við þriðja markinu. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fjórða markið áður en Atli Rafn Guðbjartsson minnkaði muninn.

Lokatölur 4-2 fyrir HK en liðið vann riðilinn með 6 stig. Ægir endaði í neðsta sæti riðilsins með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner