Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 30. janúar 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Lítum á þetta sem mjög mikilvægan leik
SkjárSport sýnir Wolfsburg - Bayern í beinni í kvöld
Guardiola stýrir æfingu í Doha.
Guardiola stýrir æfingu í Doha.
Mynd: Getty Images
Meistararnir í Bayern München mæta til leiks eftir vetrarfí í kvöld þegar þeir heimsækja Wolfsburg. Bayern er með ellefu stiga forskot í deildinni en Wolfsburg er í öðru sæti.

Bayern endaði síðasta ára með því að vinna átta deildarleiki í röð en Bastian Schweinsteiger, Mario Götze og Mehdi Benatia snúa alli eftir meiðsli í kvöld. Ólíklegt er þíó að Philipp Lahm geti spilað vegna ökklameiðsla.

Bayern skellti sér í æfingaferð til Doha í Katar í vetrarfríinu og fór liðið meðal annars á leiki í HM í handbolta til að stytta sér stundir.

„Ég held að við séum vel tilbúnir fyrir leikinn gegn Wolfsburg. Það er gott að mæta liðinu í öðru sæti því þá þurfum við að finna taktinn strax aftur. Wolfsburg hefur spilað gríðarlega vel á tímabilinu svo þetta verður erfiður leikur," segir Pep Guardiola, þjálfari Bæjara.

„Við teljum að fyrstu leikirnir eftir vetrarfrí séu mjög mikilvægir því ef við getum unnið þá erum við búnir að taka stórt skref í átt að því að verja titilinn."

Kollegi Guardiola, Dieter Hecking, hefur verið að gera flotta hluti á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu 12 deildarleikjum. Liðið er mun heilsteyptara en á síðasta tímabili þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Bayern á Volkswagen Arena.

Ivan Perisic og Naldo hafa báðir jafnað sig eftir meiðsli en sá síðarnefndi hefur verið hreinlega magnaður í vörn liðsins á tímabilinu. Brasilíumaðurinn hefur verið sem klettur í vörninni auk þess að skora fimm sinnum.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 23 12 7 4 36 23 +13 43
3 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
4 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
5 Lokomotiv 23 9 10 4 38 31 +7 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 23 9 5 9 20 29 -9 32
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 23 6 8 9 19 25 -6 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner
banner