Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. janúar 2015 15:03
Elvar Geir Magnússon
Hólmar Örn með nýjan samning við Rosenborg
Hólmar á landsliðsæfingu.
Hólmar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við norska stórliðið Rosenborg.

„Það hefur nánast komið mér á óvart hversu stór klúbburinn er. Öll umgjörðin er frábær og manni líður eins og maður sé í stórliði. Það er ekki mikill munur á þessu og því sem ég kynntist í Þýskalandi," sagði Hólmar í samtali við Fótbolta.net í nóvember.

Hann gerði mjög góða hluti með Rosenborg á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Bochum í Þýskalandi. Hann og norski landsliðsmaðurinn Tore Reginiussen hafa náð afar vel saman í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg.

„Hann er mjög öflugur varnarmaður sem kemur boltanum vel frá sér. Við erum að ná vel saman og skiljum hvorn annan ágætlega," sagði Hólmar en Rosenborg hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Viðtal af heimasíðu Rosenborg:

Athugasemdir
banner
banner