Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 30. janúar 2015 16:52
Magnús Már Einarsson
Lögregla rannsakar rifrildi Roy Keane og leigubílstjóra
Mynd: Getty Images
Lögregla var kölluð til í morgun eftir að Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, lenti í rifrildi við leigubílstjóra.

Hinn 43 ára gamli Keane reifst við leigubílstjóra í Altrincham en hringt var í lögregluna vegna málsins klukkan 11:30.

Lögreglan hefur þegar í stað hafið rannsókn á málinu.

Keane er í dag aðstoðarþjálfari írska landsliðsins en hann hætti sem aðstoðarstjóri hjá Aston Villa fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner