Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
   mán 30. janúar 2017 15:35
Elvar Geir Magnússon
Íslenskir leikmenn sýna sig í Showcase leik
Jóna Kristín og Brynjar.
Jóna Kristín og Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Soccer and education
„Möguleikarnir í Bandaríkjunum að fara lengra eru meiri en fólk heldur. Stóru skólarnir úti eru gríðarlegur stökkpallur til að fara lengra í fótbolta. Ofan á það nærðu í menntun," segir Brynjar Benediktsson.

Brynjar og Jóna Kristín Hauksdóttir mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net en þau eru með fyrirtækið Soccer and Education USA sem hjálpar strákum og stelpum að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.

Brynjar segir að möguleikarnir sem skapast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum séu meiri en fólk geri sér grein fyrir það.

„Ég tel að á næstu þremur til fimm árum muni leikmaður sem fer út á okkar vegum fara beint í atvinnumennsku. Það eru njósnarar á öllum leikjum þarna. Ef þú ert Íslendingur er meira tekið eftir þér en öðrum. Það er töff að vera Íslendingur eftir Evrópumótið," segir Brynjar.

„Við erum að opna augun fyrir því að þetta er ekki endastöð heldur eykur þetta að okkar mati möguleikana á að ná lengra í fótbolta."

Kvennaknattspyrnan er sífellt að stækka á heimsvísu en hún er gríðarlega stór í Bandaríkjunum.

„Stelpumegin er fótbolti stærsta íþróttin þarna. Okkar bestu leikmenn hafa verið að fara út í þessa bestu skóla. Maður er í sjokki þegar maður sér aðstöðuna þarna, það er allt til alls þarna og allt gert til að hjálpa þér að aðlagast. Stelpumegin er þetta bara atvinnumennska. Þú ert að fá allt greitt og upphæðirnar eru rosalegar," segir Jóna.

Í kringum 20 háskólaþjálfarar verða hér á landi um næstu helgi en þá stendur Soccer and Education USA fyrir sérstökum „Showcase" leikjum fyrir stráka sem eru sýningarleikir þar sem þjálfararnir leita að leikmönnum.

„Það verða sennilega þrjú lið frá okkur og liðin eru að fara að spila innbyrðis. Þetta er þekkt fyrirbæri í Evrópu en nýtt á Íslandi. Það er gríðarlegt tækifæri fyrir þessa stráka að fá að sýna sig fyrir þessum skólum," segir Brynjar en leikið verður í Reykjaneshöll.

Hlustaðu á umræðuna um bandaríska háskólaboltann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner