Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. júní 2015 11:15
Elvar Geir Magnússon
Gylfi með 8,4 í meðaleinkunn í undankeppninni
Icelandair
Gylfi hefur verið besti leikmaður Íslands.
Gylfi hefur verið besti leikmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Íslands í undankeppni EM. Seinni umferðin fer af stað í kvöld þegar Ísland og Tékkland eigast við í toppslag á Laugardalsvelli.

Fótbolti.net gefur leikmönnum einkunnir eftir alla leiki og er Gylfi með 8,4 í meðaleinkunn.

Gylfi er sá eini sem hefur fengið 10 en Aron Einar Gunnarsson sem er í öðru sæti á listanum hefur tvívegis fengið 9.

Lægsta einkunn sem hefur verið gefin er 3 en þristinn fékk Theodór Elmar Bjarnason fyrir frammistöðuna í fyrri leiknum gegn Tékklandi.

Annars eru leikmenn að sjálfsögðu með flottar einkunnir enda gengið verið gott!

Rúrik Gíslason, Eiður Smári Guðjohnsen og Jóhann Berg Guðmundsson hafa leikið færri en þrjá leiki með einkunnagjöf og eru ekki á listanum.

Einkunnir Íslands:
Gylfi Þór Sigurðsson 8,4
Aron Einar Gunnarsson 7,8
Ragnar Sigurðsson 7,6
Kári Árnason 7,4
Ari Freyr Skúlason 7
Birkir Bjarnason 7
Birkir Már Sævarsson 7
Emil Hallfreðsson 7
Hannes Þór Halldórsson 6,6
Jón Daði Böðvarsson 6,6
Kolbeinn Sigþórsson 6,6
Elmar Bjarnason 6,5


*Á listanum eru leikmenn sem hafa fengið einkunnir fyrir 3 leiki eða meira.
*Spila þarf a.m.k. 20 mín í leik til að fá einkunn

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner