mán 30. mars 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Harry Kane fer á EM U21 árs landsliða
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Harry Kane framherji Tottenham verði í enska U21 árs landsliðinu á EM í Tékklandi í sumar.

Kane hefur slegið í gegn með Tottenham á þessu tímabili og á föstudag skoraði hann í fyrsta leik sínum með enska landsliðinu.

Enska landsliðið mætir Slóveníu í undankeppni EM þann 14. júní næstkomandi.

Þremur dögum síðar hefst EM U21 árs landsliða í Tékklandi og allt bendir til þess að Kane verði valinn í þann hóp.

Kane hefur samtals skorað 29 mörk á þessu tímabili og hann mun væntanlega bæta fleirum við fyrir sumarfrí.
Athugasemdir
banner
banner
banner