Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2015 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Indriði Áki í Keflavík (Staðfest)
Indriði Áki samdi við FH eftir síðustu leiktíð en er nú kominn til Keflavíkur á láni.
Indriði Áki samdi við FH eftir síðustu leiktíð en er nú kominn til Keflavíkur á láni.
Mynd: FH
Keflavík í Pepsi-deild karla hefur fengið Indriða Áka Þorláksson á láni frá FH út sumarið en Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

Indriði Áki, sem er 19 ára gamall framherji, gekk til liðs við FH frá Val síðasta sumar en hann hafði leikið 29 leiki og gert 9 mörk fyrir meistaraflokk Val.

Hann fór til FH undir lok júlí í fyrra en spilaði ekkert með aðalliðinu en nú er ljóst að hann mun leika með Keflavík í sumar.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, staðfesti við Fótbolta.net í dag að Indriði verður á láni hjá félaginu út sumarið.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Keflavík en hann á að baki tvo landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner