Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2015 06:30
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Frankfurt
íslenska liðið gisti í Frankfurt í nótt
Icelandair
Frá flugvellinum í Frankfurt.
Frá flugvellinum í Frankfurt.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eftir frábæran sigur í Kasakstan á laugardag hélt íslenska liðið upp á hótel sitt í kringum miðnætti að staðartíma á laugardagskvöld. Margir í hópnum horfðu svo á jafnteflisleik Hollands og Tyrklands í sjónvarpinu fyrir svefninn.

Í gær var komið að rúmlega sex tíma flugi frá Kasakstan til Þýskalands þar sem gist var á hóteli við flugvöllinn í Frankfurt en í dag verður svo haldið til Eistlands þar sem framundan er vináttulandsleikur gegn heimamönnum á þriðjudag.

Seinni partinn í dag verður æft á keppnisvellinum en Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen drógu sig úr hópnum eins og landsmenn vita.

SkjárSport sýnir leikinn á þriðjudag beint og í opinni dagskrá

Landslið Eistlands leikur alla sína leiki á A. Le Coq arena, sem er jafnframt heimavöllur FC Flora Tallinn, sem er sigursælasta félagslið landsins.

Ísland og Eistland mættust síðast í A landsliðum karla fyrir tæpu ári síðan, eða í júní 2014, og sáu þá rúmlega 5 þúsund áhorfendur Kolbein Sigþórsson skora eina marka leiksins á Laugardalsvellinum úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner