Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. mars 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kane byrjar gegn Ítalíu - Rooney fyrirliði
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson og Antonio Conte, þjálfarar landsliða Englands og Ítalíu, voru að koma af fréttamannafundum fyrir vináttulandsleik sem verður spilaður í Tórínó á morgun, þriðjudag.

Antonio Conte er búinn að tilkynna byrjunarlið Ítalíu á meðan Hodgson gaf minna frá sér en sagði þó að Wayne Rooney yrði fyrirliði og að Harry Kane væri í byrjunarliðinu.

Ítalía teflir fram sterku byrjunarliði, þó ekki því sterkasta, þar sem Marco Verratti og Ciro Immobile eru á bekknum. Roberto Soriano og Eder, leikmenn Sampdoria, koma inn í byrjunarliðið. Þá byrjar Graziano Pelle, sóknarmaður Southampton, ásamt hinum brasilíska Eder í framlínunni.

Byrjunarlið Ítalíu (3-5-2):
Buffon - Ranocchia, Chiellini, Bonucci - Florenzi, Parolo, Valdifiori, Soriano, Darmian - Eder, Pellé

Englendingar voru gríðarlega sannfærandi gegn Litháum þegar liðin mættust í undankeppni EM á föstudaginn. England vann 4-0 og er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Ítalir, sem eru í öðru sæti síns riðils á eftir Króötum, þurftu jöfnunarmark á 84. mínútu til að fá stig gegn Búlgaríu á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner