Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: DM 
Newcastle aldrei skilað meiri hagnaði
Skiptar skoðanir eru á Mike Ashley, eiganda Newcastle.
Skiptar skoðanir eru á Mike Ashley, eiganda Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle United hagnaðist um tæpar 19 milljónir punda á síðasta tímabili, sem eru tæplega 4 milljarðar íslenskra króna.

Newcastle er eitt af best reknu félögum enska boltans og skuldar ekkert ef frá er dregið 129 milljón punda lán frá eiganda félagsins, hinn gífurlega umdeilda Mike Ashley.

,,Það sem skiptir mestu máli er að félagið græddi 25.6 milljónir punda árið 2014, sem er 49.7% aukning frá 17 milljónum árið 2013," stendur í yfirlýsingu frá Newcastle.

Þetta er fjórða tímabilið í röð sem Newcastle skilar hagnaði og má reka aukningu hagnaðarins til nýrra sjónvarpssamninga og styrktarsamninga við Wonga og Puma.

,,Það gleður mig að segja frá hagnaði félagsins sem hefur skilað sér gegnum trausta fjárhagsstjórnun," sagði Lee Charnley, framkvæmdastjóri félagsins.

,,Eigandi félagsins styður við bak þess og það gefur okkur tækifæri til að vaxa og dafna. Núna getum við farið að nota meiri peninga til að styrkja liðið og félagið í heild."
Athugasemdir
banner
banner