Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvenær miðasala hefst á leikinn gegn Tékkum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er ljóst hvenær miðasala mun hefjast á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram föstudagskvöldið 12. júní næstkomandi en Ísland á möguleika á að komast í toppsæti riðilsins með sigri.

KSÍ hefur ekki ákveðið fyrirkomulag miðasölunnar eða hvenær hún fer af stað.

,,Það er ekkert staðfest. Það mun taka einhvern tíma fyrir okkur að fara í gegnum þetta áður en allt verður tilbúið," sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Fótbolta.net í morgun.

Klara segist finna fyrir gífurlega miklum áhuga á leiknum eftir 3-0 sigurinn á Kasakstan um helgina. ,,Við gætum ábyggilega selt þessa miða mörgum sinnum en við ætlum að vanda til verka og gefa okkur þann tíma sem til þarf til að undirbúa okkur."

,,Við ætlum að hitta mida.is á næstunni og fara vel yfir þetta. Það getur vel verið að það verði ekkert plan klárt fyrr en í lok næsta mánaðar."


Frægt varð árið 2013 þegar miðasala hófst á umspilsleik Íslands og Króatíu um nótt og uppselt varð snemma morguns. Verða miðarnir aftur seldir í skjóli nætur núna? ,,Ég ætla ekki að lofa neinu," sagði Klara létt í bragði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner