banner
   mán 30. mars 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: DM 
Yaya líklega að leggja landsliðsskóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, miðjumaður Manchester City og Fílabeinsstrandarinnar, gæti verið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa unnið Afríkumótið í síðasta mánuði.

Toure segist vera búinn að ná markmiði sínu og vill leyfa ungu kynslóðinni að taka við keflinu.

,,Framtíðin mín? Þið verðið að bíða aðeins. Ég hef náð markmiði mínu og ætla að bíða í nokkra daga áður en ég ákveð mig," sagði Yaya við BBC.

,,Bróðir minn (Kolo) er hættur með landsliðinu og Copa (Barry, markvörður) líka. Tími þeirra ungu er að renna upp og við verðum að leyfa þeim að stíga upp.

,,Það er alltaf fallegt þegar hlutirnir ganga upp. Ég er himinlifandi með að hafa unnið Afríkumótið en núna ætlum við að einbeita okkur, ég ætla að bíða í nokkra daga með að ákveða framtíðina með landsliðinu."


Man City gekk illa án Toure, sem var upptekinn á Afríkumótinu stóran part vetrarins, og vann aðeins einn leik af fimm í fjarveru miðjumannsins kröftuga. Toure, sem er 31 árs, býst ekki við að vera til í tuskið fyrir næstu Heimsmeistarakeppni eftir þrjú ár.

,,Ég hef gert það sem ég ætlaði mér og fyrir mér þá er þessi kafli búinn. Við þurfum að bíða í nokkur ár til viðbótar áður en við sjáum afrískt lið vinna HM."
Athugasemdir
banner
banner
banner