fim 30. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa beinir sjónum sínum að næsta tímabili
Fáum við að sjá Birki Bjarna í ensku úrvalsdeildinni?
Birkir Bjarnason gekk til liðs við Aston Villa í janúar.
Birkir Bjarnason gekk til liðs við Aston Villa í janúar.
Mynd: Getty Images
Keith Wyness, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að stefnan sé sett á að komast upp í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Villa hefur ekki átt gott tímabil í Championship-deildinni, þótt liðið hafi sýnt miklar framfarir á undanförnum vikum.

Steve Bruce tók við Aston Villa í október og hann hefur hjálpað liðinu að komast í burtu frá fallsvæðinu. Eins og staðan er núna þá eru Villa-menn í 12. sæti deildarinnar.

„Ég tel að næsta tímabil verði mjög mikilvægt. Ég ætla ekki að vera neitt feiminn með það - næsta tímabil verður stórt fyrir okkur," sagði Wyness við Sky Sports.

„Við viljum gera allt sem við getum til þess að komast upp á næsta tímabili. Þetta verður mikilvægt tímabil, við erum með frábæran hóp og það verða engar afsakanir."

Birkir Bjarnason gekk til liðs við Aston Villa í janúar, en hann er þessa stundina að glíma við meiðsli.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner