Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. mars 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coentrao á förum frá Real Madrid í sumar
Coentrao á æfingu hjá Real Madrid.
Coentrao á æfingu hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem bakvörðurinn Fabio Coentrao sé búinn að játa sig sigraðann hjá Real Madrid.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá spænska stórveldinu og hann býst við því að fara þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar.

„Ég er ekki í neinu standi til þess að spila fyrir Real Madrid," sagði Coentrao, en hann hefur aldrei náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu hjá Real Madrid.

„Ég er með samning við Real Madrid til 2019, þannig að ef þeir vilja halda áfram að treyst á mig, þá er það fullkomið - ef ekki þá fer ég mína leið. Kannski mun það hjálpa mér að fara aftur til Portúgal."

„Það ættu allir að viðurkenna takmarkanir sínar á einhverjum tímapunkti í lífinu og núna finnst mér klúbburinn vera á hærra stigi en ég," sagði Coentrao að lokum.
Athugasemdir
banner
banner