Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 30. mars 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hollendingar vilja að Van Gaal taki til
Louis van Gaal aftur til starfa hjá hollenska sambandinu?
Louis van Gaal aftur til starfa hjá hollenska sambandinu?
Mynd: Getty Images
Það er krísa hjá hollenska landsliðinu sem er í sögulegri lægð í 32. sæti FIFA-listans. Danny Blind var á dögunum rekinn sem landsliðsþjálfari eftir að hafa stýrt liðinu í 18 leikjum.

Eftir að hafa unnið bronsið á HM 2014 hafa Hollendingar verið með allt niðrum sig, þeir komust ekki á Evrópumótið og eru nú að missa af sæti á HM í Rússlandi.

Holland er í fjórða sæti síns riðils í undankeppni HM, sex stigum frá toppliði Frakklands þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Hollendingar eru komnir í viðræður við Louis Van Gaal, sem vann bronsið sem þjálfari Hollands 2014. Þeir eru þó ekki að ræða við hann um að gerast þjálfari á ný heldur að hann fari í stöðu sem yfirmaður fótboltamála og taki til í landsliðsmálunum.

Van Gaal var stjóri Manchester United á síðasta tímabili og vann FA-bikarinn með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner