Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. mars 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Kimmich orðaður við Man Utd
Kimmich í góðum málum.
Kimmich í góðum málum.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Kicker segir að Manchester United hafi mikinn áhuga á hinum unga Joshua Kimmich og hafi sent Bayern München fyrirspurn um verðið á þessum 22 ára leikmanni.

Kimmich hefur einnig verið orðaður við Manchester City og félög á Spáni.

Hann er samningsbundinn Bæjurum til 2020 og margir hafa talað um að hann muni taka við hlutverki Philipp Lahm þegar hægri bakvörðurinn leggur skóna á hilluna.

Kimmich sjálfur hefur ýjað að því að hann sé tilbúinn að breyta um umhverfi. Hann hefur verið í vandræðum með að vinna sér inn sæti í liði Bayern.

„Ég er ekki sáttur við mína stöðu og vill að hún breytist. Þjálfarinn veit að ég get spilað á miðjunni og í hægri bakverði, einnig í miðverði. Hann hefur marga kosti til að nota mig," segir Kimmich.
Athugasemdir
banner
banner
banner