Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lahm: Ekki hægt að kenna Bayern um óspennandi deild
Philipp Lahm.
Philipp Lahm.
Mynd: Getty Images
Philipp Lahm segir að ósáttir stuðningsmenn geti ekki kennt Bayern München um óspennandi titilbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni.

Bayern er með 13 stiga forskot á RB Leipzig á toppnum í Þýskalandi, en aðeins níu leikir eru eftir í deildinni.

Það stefnir allt í fimmta titil Bayern í röð, en Lahm, sem er að hætta eftir tímabilið, segir að gagnrýnin eigi að fara á önnur lið.

„Borussia Dortmund er með ótrúlega hæfileikaríkt lið sem hefði getað gert titilbaráttuna meira spennandi. Það er þó klárlega hægt að segja að það vanti gæði hjá hinum liðunum í Bundesligunni," sagði Lahm.

„Það er ekki einungis Bayern að kenna, hversu vel okkur hefur gengið. Ef við erum með 13 stiga forskot eftir 25 leiki, þá þýðir það að vel sett lið eins og Schalke og Wolfsburg hafi ekki verið að sýna stöðugleika."

„Deildin er ekki á öðrum stað fjárhagslega núna og þegar við lentum í öðru og fjórða sæti."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner