Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 30. mars 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd tilbúið að gefa De Gea veglega launahækkun
De Gea er einn besti markvörður heims.
De Gea er einn besti markvörður heims.
Mynd: Getty Images
Manchester United er tilbúið að bjóða David De Gea nýjan samning og gera hann að einum launahæsta leikmanni félagsins.

Þessi 26 ára markvörður er sífellt orðaður við Real Madrid en samkvæmt Sun ætla rauðu djöflarnir að fæla Spánverjana frá með nýjum saningi.

De Gea er með í kringum 200 þúsund pund í vikulaun en hann á tvö ár eftir af núgildandi samningi, United er með möguleika á að framlengja hann um ár til viðbótar.

United er tilbúið að slökkva í vangaveltum De Gea með því að setja hann í launaflokk með Paul Pogba, Wayne Rooney og Zlatan Ibrahimovic, kringum 300 þúsund pund í vikulaun.

Óvissa er um hvort Keylor Navas verði áfram í marki Real Madrid á næsta tímabili en Zinedine Zidane er sagður vilja fá De Gea eða Thibaut Courtois sem spilar með Chelsea.

Jose Mourinho vill halda sínu markvarðapari, Sergio Romero hefur staðið sig vel sem varakostur fyrir De Gea og leikið vel í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner