Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew opinn fyrir því að þjálfa á Afríkumótinu
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew leitar enn að nýju starfi eftir að hafa verið rekinn frá Crystal Palace í desember. Hann segist geta hugsað sér að þjálfa lið á Afríkumótinu ef það stendur til boða.

Hinn 55 ára gamli Pardew var látinn fara frá Palace eftir að hafa tapað átta af tíu síðustu leikjum sínum. Þegar hann skildi við liðið var það í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég vil bara vera viss um það þegar ég fer í mitt næsta starf að ég geti náð árangri," sagði Pardew.

„Hvort sem það sé að koma liði upp úr Championship-deildinni, að vinna Afríkumótið eða, það sem ég vil helst, að komast aftur í ensku úrvalsdeildina."

„Ég vil fara eitthvert þar sem er plan, markmið. Hvar sem það er, ég vil ekki heyra að það sé enginn metnaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner