Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Ég get ekki orðið þjálfari Barcelona
Pochettino er fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Espanyol.
Pochettino er fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Espanyol.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, útilokar að taka við Barcelona í framtíðinni. Ástæðan er einfaldlega sú að hann styður erkifjendur félagsins í Espanyol.

Pochettino er meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastöðu Börsunga þegar Luis Enrique yfirgefur félagið í sumar.

Orðrómurinn varð háværari þegar Pochettino sást ræða við forseta Barcelona í landsleikjafríinu.

Pochettino segir hinsvegar að það sé ekki möguleiki á því að hann verði þjálfari Barcelona.

„Ég er stuðningsmaður Espanyol, það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Þetta eins og ef Daniel Levy rekur mig frá Tottenham eftir einhver ár, þá mun ég ekki geta stýrt Arsenal," segir Pochettino.

„Í nútímafótbolta er erfitt að sýna hjarta þínu og tilfinningum hollustu. En ég elska Espanyol og nú Tottenham. Það yrði ómögulegt að fara einn daginn til Arsenal."

Athugasemdir
banner
banner
banner