Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 30. mars 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir mætir Barcelona: Trúi því að við getum unnið þá
Sverrir Ingi tekur á móti Barcelona á sunnudag.
Sverrir Ingi tekur á móti Barcelona á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Sverrir í leik með Granada.
Sverrir í leik með Granada.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var valinn maður leiksins þegar Ísland vann 1-0 sigur gegn Írlandi á þriðjudag. Næsta verkefni hans verður risastórt en eitt besta félagslið heims, Barcelona, heimsækir þá Granada á sunnudag.

Sverrir og félagar í Granada eru í erfiðri stöðu í La Liga, liðið er í fallsæti og það eru sjö stig í öruggt sæti þegar tíu umferðir eru eftir.

„Vonandi náum við að rétta úr kútnum. Þetta verður hörkuleikur. Við erum í bullandi fallbaráttu og hver einasti leikur er upp á líf og dauða. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonadi náum við að stríða þeim," segir Sverrir.

„Það væri frábært að ná stigi eða þremur á sunnudaginn."

Sverrir segist ekki vera neitt hræddur við að mæta Suarez, Neymar og félögum. Lionel Messi tekur út leikbann í leiknum.

„Þegar ég tók þetta skref að fara til Granada vissi ég að ég væri að fara að mæta bestu leikmönnum heims, bestu félagsliðum heims. Það er draumur allra fótboltamanna að fá þessa leiki. Þessi reynsla getur gefið mér mikið í framtíðinni. Það er frábært að fá þetta tækifæri," segir Sverrir.

„Við verðum að mæta þeim eins og sannir víkingar. Ég trúi því klárlega að við getum fengið eitthvað úr leiknum. Ég tel að við getum unnið Barcelona. Fáir trúðu því fyrir nokkrum árum að Ísland yrði í 8-liða úrslitum á EM, það er allt hægt í þessu."

„Staðan í deildinni er erfið en við höfum náð í nokkra sigra. Í síðustu leikjum höfum við ekki náð í stig gegn þessum liðum sem eru í kringum okkur og það er vont. Það eru tíu leikir eftir og þetta eru sjö stig upp í öruggt sæti, við eigum sex heimaleiki eftir og bindum vonir við að halda okkur í séns þegar lítið verður eftir," segir Sverrir.

„Þetta er deild sem allir vilja vera í og vonin lifir enn þó staðan sé erfið. Við verðum að halda áfram og vonandi getum við náð 1-2 sigurleikjum sem gefa okkur von. Þá er allt hægt í þessu."

Hér að neðan er viðtal við Sverri sem tekið var eftir Íraleikinn en þar tjáir hann sig um landsliðið og komandi vekefni.
Sverrir: Minn tími mun koma með landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner