Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. mars 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Verður allt brjálað ef Sanchez fer í annað lið á Englandi
John Cross hjá Mirror.
John Cross hjá Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jon Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Daily Mirror, telur að Alexis Sanchez muni yfirgefa Arsenal í sumar. Cross hefur sterka heimildarmenn innan Arsenal.

„Ég held að hann muni fara en Arsenal getur ekki selt hann til Chelsea eða annars félags í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn eru þegar á bjargbrúninni vegna Arsene Wenger og það yrðu líklega óeirðir ef stjörnuleikmaðurinn yrði seldur í annað enskt lið," segir Cross.

„Vissulega hefur félagið gert það áður með Van Persie, Nasri og Adebayor en Arsenal segir að landslagið sé breytt. Félagið segir að fjárhagsstaðan sé þannig að það þurfi ekki að selja leikmenn."

Cross segir að Sanchez vilji fara frá Arsenal og að hann sé í raun ekki vinsæll innan leikmannahópsins.

„Það verður allt brjálað ef hann fer í enskt lið. Það verður að selja hann út og þar er Paris Saint-Germain líklegast," segir Cross.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner