Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2016 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Allardyce kennir dómaramistökum um jafnteflið
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Sunderland, var ánægður með að hafa krækt í stig gegn Stoke en tók sér þó tíma eftir leik til að gagnrýna dómarateymi leiksins.

Stóri Sam vill meina að mark heimamanna í Stoke hafi ekki átt að vera dæmt og þá segir hann að sínir menn hafi átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Geoff Cameron.

„Það er frábært að krækja í dýrmætt stig með jöfnunarmarki í lokin. Við hefðum samt átt að vinna þennan leik, ekki gera jafntefli," sagði Allardyce og var þá að tala um jöfnunarmark sem Jermain Defoe skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu.

„ Þeir áttu augljóslega ekki skilið að skora, það var augljóslega brotið á Younes Kaboul. Við áttum svo að fá vítaspyrnu þegar Geoff Cameron setur höndina í boltann en dómarateymið sér það ekki.

„Þetta eru hlutir sem fóru gegn okkur í dag og komu í veg fyrir mögulegan sigur. Þetta er mjög dýrmætt stig og ég verð að hrósa dómaranum fyrir að hugrekkið sem hann sýndi þegar hann dæmdi vítaspyrnu fyrir okkur í uppbótartíma. Það var rétt ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner