Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 30. apríl 2016 08:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Víkingur Ó. verður vel fyrir ofan fallsæti
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu vorleikirnir eru alltaf skrýtnir og við eigum eftir að sjá skrýtin úrslit. Ég á von á erfiðum leikjum, alveg sama við hverja við erum að spila," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli annað kvöld.

„Ég á ekki von á því að Víkingur Ólafsvík verði í basli, ég hef trú á því að þeir verði vel fyrir ofan fallsæti. Þeir eru flott lið, með fínan mannskap og Ejub er að gera flotta hluti. Ég á von á hörkuleik og það lið sem vill þetta meira mun sækja þessi stig."

Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson, Ellert Hreinsson og Viktor Örn Margeirsson. eru á meðal leikmanna sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá Breiðabliki.

„Heilt yfir er standið nokkuð gott en það eru nokkur spurningamerki. Það eru menn að kljást við smá vandamál og það er ekki ljóst hvort að þeir geti spilað," sagði Arnar.

Oliver Sigurjónsson hefur lítið verið með á undirbúningstímabilinu en líklegt er að hann byrji á morgun.

„Hann spilaði 60 mínútur í Eyjum um síðustu helgi og hann hefur ekki fengið neitt bakslag. Ég á frekar von á því að hann byrji," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner