Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 30. apríl 2016 08:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Víkingur Ó. verður vel fyrir ofan fallsæti
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu vorleikirnir eru alltaf skrýtnir og við eigum eftir að sjá skrýtin úrslit. Ég á von á erfiðum leikjum, alveg sama við hverja við erum að spila," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli annað kvöld.

„Ég á ekki von á því að Víkingur Ólafsvík verði í basli, ég hef trú á því að þeir verði vel fyrir ofan fallsæti. Þeir eru flott lið, með fínan mannskap og Ejub er að gera flotta hluti. Ég á von á hörkuleik og það lið sem vill þetta meira mun sækja þessi stig."

Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson, Ellert Hreinsson og Viktor Örn Margeirsson. eru á meðal leikmanna sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá Breiðabliki.

„Heilt yfir er standið nokkuð gott en það eru nokkur spurningamerki. Það eru menn að kljást við smá vandamál og það er ekki ljóst hvort að þeir geti spilað," sagði Arnar.

Oliver Sigurjónsson hefur lítið verið með á undirbúningstímabilinu en líklegt er að hann byrji á morgun.

„Hann spilaði 60 mínútur í Eyjum um síðustu helgi og hann hefur ekki fengið neitt bakslag. Ég á frekar von á því að hann byrji," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner