„Fyrstu vorleikirnir eru alltaf skrýtnir og við eigum eftir að sjá skrýtin úrslit. Ég á von á erfiðum leikjum, alveg sama við hverja við erum að spila," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli annað kvöld.
„Ég á ekki von á því að Víkingur Ólafsvík verði í basli, ég hef trú á því að þeir verði vel fyrir ofan fallsæti. Þeir eru flott lið, með fínan mannskap og Ejub er að gera flotta hluti. Ég á von á hörkuleik og það lið sem vill þetta meira mun sækja þessi stig."
Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson, Ellert Hreinsson og Viktor Örn Margeirsson. eru á meðal leikmanna sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá Breiðabliki.
„Heilt yfir er standið nokkuð gott en það eru nokkur spurningamerki. Það eru menn að kljást við smá vandamál og það er ekki ljóst hvort að þeir geti spilað," sagði Arnar.
Oliver Sigurjónsson hefur lítið verið með á undirbúningstímabilinu en líklegt er að hann byrji á morgun.
„Hann spilaði 60 mínútur í Eyjum um síðustu helgi og hann hefur ekki fengið neitt bakslag. Ég á frekar von á því að hann byrji," sagði Arnar.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)
mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir