Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2016 13:24
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin á Englandi: Cisse og Defoe leiða línurnar
Callum Wilson kominn aftur í byrjunarlið Bournemouth
Jermain Defoe hefur verið besti maður Sunderland á tímabilinu og getur orðið hetja tímabilsins með sigurmarki gegn Stoke.
Jermain Defoe hefur verið besti maður Sunderland á tímabilinu og getur orðið hetja tímabilsins með sigurmarki gegn Stoke.
Mynd: Getty Images
Fimm leikir eru að fara af stað í ensku úrvalsdeildinni og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Þrír af leikjunum eru afar mikilvægir þar sem Newcastle og Sunderland þurfa sigra í fallbaráttunni og West Ham í evrópubaráttunni.

West Ham heimsækir West Brom og stillir upp hefðbundnu byrjunarliði, þar sem Cheikhou Kouyate og Mark Noble sjá um miðjuna. Andy Carroll er fremstur og eru Manuel Lanzini, Dimtri Payet og Diafra Sakho allir í byrjunarliðinu.

Papiss Cisse leiðir sóknarlínu Newcastle gegn Crystal Palace og er með hinn eftirsótta Moussa Sissoko sér til aðstoðar ásamt Georginio Wijnaldum og Andros Townsend. Hinn 25 ára gamli Karl Darlow fær það mikilvæga hlutverk að verja mark heimamanna.

Jermain Defoe og Fabio Borini eru báðir í byrjunarliði Sunderland sem heimsækir Stoke City. Wahbi Khazri verður ásamt þeim í sóknarleiknum.

Þá er sóknarmaðurinn Callum Wilson kominn í byrjunarlið Bournemouth í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik gegn Stoke 26. september.



Newcastle: Darlow, Lascelles, Mbemba, Dummett, Anita, Townsend, Tiote, Colback, Sissoko, Wijnaldum, Cisse.

Crystal Palace: Hennessey; Ward, Dann, Delaney, Souare; Jedinak, Cabaye; Puncheon, McArthur, Bolasie; Wickham.


West Brom:Foster; Olsson, Yacob, Evans, Gardner, McClean, McAuley, Fletcher, Dawson, Rondon, Leko.

West Ham: Adrian, Antonio, Reid, Ogbonna, Cresswell, Kouyate, Noble, Sakho, Lanzini, Payet, Carroll


Stoke City: Haugaard, Pieters, Shawcross, Cameron, Bardsley, Imbula, Whelan, Arnautovic, Adam, Shaqiri, Crouch.

Sunderland: Mannone, Yedlin, van Aanholt, Kaboul, Kone, Kirchhoff, Cattermole, M’Vila, Borini, Khazri, Defoe.


Everton: Howard, Baines, Stones, Pennington, Besic, Gibson, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Niasse

Bournemouth: Boruc, Francis, Elphick, Cook, Daniels, Ritchie, Surman, Arter, Pugh, King, Wilson


Watford: Gomes, Paredes, Cathcart, Britos, Anya, Abdi, Suarez, Watson, Jurado, Deeney, Ighalo.

Aston Villa: Bunn, Hutton, Toner, Clark, Lescott, Cissokho, Bacuna, Westwood, Gana, Ayew, Gestede.
Athugasemdir
banner
banner
banner