Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. apríl 2016 11:10
Magnús Már Einarsson
Guðmann Þórisson í KA (Staðfest)
Mynd: Heimasíða KA
KA hefur fengið gífulegan liðsstyrk fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar en Guðmann Þórisson er kominn til félagsins á láni frá FH út tímabilið. KA hefur síðan forkaupsrétt að Guðmanni að tímabilinu loknu.

Guðmann er fæddur árið 1987 og leikur sem miðvörður. Hann er uppalinn hjá Breiðablik en fór út sem atvinnumaður til Noregs árið 2010. Hann sneri til baka til Íslands og gekk í raðir FH árið 2012. Þar lék hann til ársins 2014 þegar hann fór aftur út í atvinnumennskuna og lék í Svíþjóð, nánar tiltekið með Mjälby. Hann lék síðan með meistaraliði FH í fyrrasumar.

Guðmann hefur samtals leikið 114 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað í þeim 10 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einnig varð hann bikarmeistari með Breiðablik árið 2009.

„Koma Guðmanns er gríðarlegur hvalreki fyrir lið KA og mun hann styrkja hópinn mikið fyrir komandi átök í Inkassodeildinni," segir á heimasíðu KA.

KA mætir Fram í fyrstu umferðinni í Inkasso-deildinni eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner