Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Líkir Rashford við Van Basten
Efnilegur
Efnilegur
Mynd: Getty Images
Enska ungstirnið Marcus Rashford hefur slegið í gegn í enska boltanum á þessari leiktíð og keppast hinir ýmsu sérfræðingar við að hrósa honum þessa dagana.

Einn þeirra er Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og fleiri liða, en hann líkir Rashford við hollenska goðsögn.

„Ég held að Rashford verði mjög, mjög sérstakur leikmaður. Hreyfingarnar hans þegar hann skoraði, bæði á móti West Ham og Aston Villa. Ég hef ekki séð svona í mörg ár. Hann minnir mig á Marco van Basten."

„Auðvitað á hann eftir að eiga slæma leiki. Hann er ungur og er að spila fyrir risastórt félag. En hann á framtíðina fyrir sér,"
segir Merson.

Athugasemdir
banner
banner
banner