Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 30. apríl 2016 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Lilleström og Molde með sigra í Íslendingaslögum
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans unnu sigur í dag
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans unnu sigur í dag
Mynd: Getty Images
Báðum leikjum dagsins í norsku úrvalsdeildinni, en Íslendingar tengjast öllum fjórum liðunum sem áttust við í leikjum dagsins.

Í fyrsta leik dagsins mættust Lilleström og Vålerenga, en Rúnar Kristinsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Lilleström og með liðinu leikur Árni Vilhjálmsson. Elías Már Ómarsson leikur með Vålerenga.

Árni og Elías Már byrjuðu báðir á bekknum hjá sínum liðum, en fyrsta markið kom á áttundu mínútu þegar Fred Friday skoraði fyrir Lilleström.

Bassel Jradi bætti síðan við marki eftir hálftíma leik og staðan í hálfleikv var 2-0 fyrir Lilleström.

Elías Már kom af bekknum í seinni hálfleik, en Árni sat allan tímann á bekknum. Ekkert mark var skoraði í seinni hálfleik og 2-0 sigur Lilleström því staðreynd.

Í hinum leiknum sem var að ljúka nú rétt í þessu vann Molde dramatískan sigur á Álasundi, en sigurmark Molde kom í uppbótartíma.

Eiður Smári Guðjohnsen leikur með Molde, en hann er frá vegna meiðsla. Með Álasundi leika Adam Örn Arnarsson, Aron Elís Þrándarsson og Daníel Leó Grétarsson, en Adam Örn var sá eini sem spilaði í dag.

Lilleström 2 - 0 Vålerenga
1-0 Fred Friday ('8 )
2-0 Bassel Jradi ('30 )

Molde 1 - 0 Álasund
1-0 Fredrik Gulbrandsen ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner