Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2016 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Pochettino trúir enn að Tottenham geti unnið deildina
Ekki búnir að gefa upp alla von
Ekki búnir að gefa upp alla von
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist hafa trú á því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina.

Leicester hefur sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrem umferðum er ólokið og getur tryggt sér sigur í deildinni með sigri á Man Utd á Old Trafford á morgun.

Tottenham er eina liðið sem á tölfræðilegan möguleika á því að ná að skáka Leicester en sá möguleiki gæti verið farinn þegar liðið heimsækir Chelsea á mánudagskvöld.

„Munurinn er sjö stig og það eru enn níu stig eftir í pottinum. Þetta er erfið staða en við þurfum að trúa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að vinna okkar leiki."

„Trú er mikilvægasta orðið í fótbolta. Þú verður að leggja hart að þér og hafa skýra stefnu. Við trúum ennþá og látum okkur dreyma en erum um leið raunsæir. Bilið er stórt en við verðum að berjast og ná í stig til að halda okkur á lífi,"
segir Pochettino.
Athugasemdir
banner