Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 15:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo gæti misst af EM ef hann spilar gegn City
Mynd: Getty Images
Nuno Campos, læknir í læknateymi portúgalska landsliðsins, hefur varað Cristiano Ronaldo við því að flýta fyrir endurkomu sinni úr meiðslum.

Ronaldo meiddist í sigri gegn Villarreal 20. apríl og hefur síðan þá misst af leikjum gegn Rayo Vallecano í deildinni og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Ronaldo er ekki í leikmannahóp Real sem er að spila við Real Sociedad eins og er. Það kemur mörgum á óvart í ljósi þess að Zinedine Zidane, þjálfari Real, hélt því fram fyrir leikinn gegn Man City á þriðjudaginn að Ronaldo kæmi við sögu, sem hann gerði ekki.

Campos segir, samkvæmt spænska miðlinum AS, að Ronaldo eigi ekki að byrja að spila fyrr en í fyrsta lagi 10. maí til að fyrirbyggja meiðslahættu og setja þátttöku sína með portúgalska landsliðinu á EM ekki í hættu.

Real Madrid fær Manchester City í heimsókn næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner