Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2016 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona endurheimti toppsætið
Suarez skoraði seinna mark Börsunga
Suarez skoraði seinna mark Börsunga
Mynd: Getty Images
Betis 0 - 2 Barcelona
0-1 Ivan Rakitic ('49 )
0-2 Luis Suarez ('81 )
Rautt spjald:Heiko Westermann, Betis ('35)

Barcelona er aftur komið á toppinn á Spáni, en liðið hafði betur gegn Real Betis í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en þó gerðist mikið í honum og var dómari leiksins þar í aðalhlutverki. Hann gaf nefnilega sjö gul spjöld og eitt rautt, en það fékk Heiko Westermann, varnarmaður Real Betis.

Það var hins vegar rólegra yfir spjöldunum í seinni hálfleik, en aðeins eitt fór á loft í. Mörkin fóru þó að rúlla í seinni hálfleiknum.

Það fyrsta kom eftir fjórar mínútur, en það skoraði Ivan Rakitic fyrir Barcelona. Luis Suarez bætti síðan við öðru marki á 81. mínútu eftir stórkostlegan undirbúning frá Lionel Messi.

Ekki voru fleiri mörk skoruð, en Barcelona endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum. Atletico fór á toppinn fyrr í dag, en það entist ekki lengi. Betis er í 13. sæti með 41 stig.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
4 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
5 Lokomotiv 23 9 10 4 38 31 +7 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 23 9 5 9 20 29 -9 32
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner