Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Granada úr fallsæti eftir endurkomusigur á Las Palmas
El-Arabi jafnaði fyrir Granada
El-Arabi jafnaði fyrir Granada
Mynd: Getty Images
Granada CF 3 - 2 Las Palmas
0-1 Jonathan Viera ('3 )
0-2 Jonathan Viera ('12 )
1-2 Ruben Rochina ('13 )
2-2 Youssef El-Arabi ('22 )
3-2 Ricardo Costa ('70 )

Síðasta leik dagsins í La Liga á Spáni var að ljúka, en í leiknum áttust Granada CF og Las Palmas við.

Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir gestina frá Las Palmas því eftir aðeins þrjár mínútur skoraði Jonathan Viera og kom Las Palmas yfir.

Viera var svo aftur á ferðinni á 12. mínútu, en aðeins mínútu eftir það mark minnkaði Ruben Rochina muninn.

Yossef El-Arabi jafnaði svo metin fyrir Granada um miðan fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik var 2-2.

Endurkoman var síðan fullkomnuð á 70. mínútu þegar Ricardo Costa skoraði og þar við sat, magnaður 3-2 sigur Granada staðreynd.

Granada fór upp úr fallsæti með sigrinum, en liðið er nú með 36 stig í 16. sæti. Las Palmas er á meðan með 43 stig í níunda sæti.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
9 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner