Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 30. apríl 2016 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Birkir skoraði er Basel tryggði sér titilinn
Birkir og félagar hans í Basel eru meistarar í Sviss sjöunda árið í röð
Birkir og félagar hans í Basel eru meistarar í Sviss sjöunda árið í röð
Mynd: Getty Images
Basel 2 - 1 Sion
1-0 Matías Delgado ('24, víti )
2-0 Birkir Bjarnason ('67 )
2-1 Veroljub Salatic ('90 )

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var á skotskónum þegar Basel tryggði sér svissneska meistaratitilinn með 2-1 sigri á Sion í dag.

Þetta er sjöunda árið í röð sem Basel verður meistari í Sviss, en það er hreint út sagt ótrúlegur árangur.

Matías Delgado kom Basel yfir úr vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks og um miðjan seinni hálfleikinn skoraði Birkir og kom Basel í 2-0.

Veroljub Salatic minnkaði muninn fyrir Sion í uppbótartíma, en lengra komust þeir ekki og sigur Basel staðreynd.

Basel er eftir leikinn með 16 stiga forskot á Young Boys sem er í öðru sæti þegar fimm umferðum er ólokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner