Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Ætlum ekki að skemma partýið, bara fresta því aðeins
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, segir ekki koma til greina að leyfa Leicester að fagna Englandsmeistaratitli á Old Trafford en hefur trú á að liðið muni tryggja sér titilinn í næstu umferð.

Leicester hefur sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrem umferðum er ólokið og getur liðið því tryggt sér titilinn með því að vinna Man Utd á morgun.

Hollendingurinn bendir á að Man Utd hafi enn að miklu að keppa og liðið þurfi sigur á morgun.

„Við verðum að vinna Leicester. Við erum enn að berjast um að komast ofar í töflunni. Við getum ekki leyft þeim að fagna titlinum á Old Trafford um helgina. Þeir geta gert það um næstu helgi. Við erum því ekki að skemma partýið, við ætlum bara að fresta því aðeins," segir van Gaal.

Gengi Leicester hefur komið flestum þeim sem fylgjast með fótbolta á óvart en van Gaal segir ekkert óvænt við velgengni þeirra.

„Ég var fyrstur til að segja að þeir gætu orðið meistarar. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég hef sagt það margoft að ég trúi að hægt sé að byggja upp meistaralið og það er það sem þjálfarinn þeirra hefur gert."

„Þeir hafa alltaf getað stillt upp sama liði því þeir eru ekki að spila jafnmarga leiki og liðin sem eru að keppa við þá. Það er gott fyrir ensku úrvalsdeildina og fyrir fótboltann að það sé ekki alltaf sama liðið sem vinnur deildina,"
segir van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner