Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 30. apríl 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Vill gera fólkið ánægt
Margir stuðningsmenn eru ósáttir með Wenger
Margir stuðningsmenn eru ósáttir með Wenger
Mynd: Getty Images
„Í fyrri hálfleiknum áttu þeir tvö eða þrjú góð skot og Petr Cech gerði mjög vel. Þetta var betra hjá okkur í seinni hálfleik og á endanum fengum við góðan sigur,“ sagði Wenger eftir leikinn.

Þetta sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur liðsins á Norwich í dag, en Danny Welbeck skoraði sigurmarkið.

„Welbeck kom inn á og kláraði vel. Þetta var vel lagt upp hjá Giroud, en á þessum tímapunkti vorum við með þrjá sóknarmenn.“

„Norwich spilaði gríðarlega vel. Ég man til dæmis að Leicester kom hingað síðasta tímabili og tapaði bara 2-1. Sjáðu úrslitin hjá þessum liðum sem eru að berjast fyrir sæti sínu. Newcastle vann og Sunderland jafnaði á síðustu sekúndunum. Norwich barðist líka fram á síðustu sekúndu.“


Margir stuðningsmenn Arsenal létu óánægju sína með störf Wenger hjá félaginu í ljós á leiknum, en Wenger segir vera leiður yfir óánægju stuðningsmanna.

„Við vorum varaðir við mótmælendunum. Þú vilt gera stuðningsmennina ánægða og ég biðst fyrirgefningar að hafa ekki náð að gera það. Ég er pirraður og svekktur með það að hafa ekki náð að gera fólkið ánægt. Ég hef virðingu fyrir félaginu og ég hef gefið svo mikið fyrir þetta félag. Ég vil gera fólkið ánægt.“

„Okkar starf er að gera það besta í stöðunni. Við vonuðumst til að vinna deildina á þessu tímabili, en það gerðist ekki og ég skil af hverju fólkið er svekkt. Ég get deilt þeirri gremju með þeim. Markmiðið er að koma til baka og gera það sem þarf að gera á næsta tímabili. Liðið hefur tekið skref áfram á síðustu þremur árum.“



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner