Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   þri 30. apríl 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Vinicius Junior bestur - Kim í ruglinu
Kim-Min Jae var skelfilegur í vörn Bayern
Kim-Min Jae var skelfilegur í vörn Bayern
Mynd: EPA
Goal sér um einkunnagjöf kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en miðillinn valdi Vinicius Junior besta mann leiksins á meðan Kim-Min Jae átti skelfilegan dag.

Vinicius skoraði bæði mörk Madrídinga í leiknum, seinna úr vítaspyrnu.

Hann fær 9 frá Goal á meðan Suður-Kóreumaðurinn Kim-Min Jae fær aðeins 2 í einkunn.

Varnarmaðurinn brjálaðist út í Joshua Kimmich eftir fyrsta markið, sem þótti einkennilegt þar sem Kim var í mesta baslinu með Vinicius í markinu og þá gaf hann klaufalega vítaspyrnu sem gaf Madrídingum færi á að jafna.

Bayern: Neuer (6), Kimmich (6), Kim (2), Dier (7), Mazraoui (5), Laimer (8), Goretzka (5), Musiala (8), Müller (6), Sane (8), Kane (7).
Varamenn: Guerreiro (6).

Real Madrid: Lunin (5), Vazquez (4), Rüdiger (6), Nacho (5), Mendy (6), Tchouameni (6), Valverde (6), Kroos (8), Bellingham (5), Vinicius Jr (9), Rodrygo (5).
Varamenn: Camavinga (5), Modric (6), Brahim (6).
Athugasemdir
banner
banner