,,Það er frábært að fá heimaleik og þetta verður ugglaust hörkuleikur," sagði Guðmundur Benediktsson eftir að ljóst var að Breiðablik mætir Þór í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta skipti á mánudagskvöld þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn. Eftir það tekur Guðmundur við liðinu en Blikar vilja kveðja Ólaf með sigri.
,,Við stefnum allir á að það verði sigur á mánudaginn. Það væri hin fullkomna kveðjugjöf að kveðja Óla með sigri. Hann á ekkert minna skilið hjá Breiðablik þar sem hann hefur skilað frábærri vinnu undanfarin ár."
Breiðablik er ennþá án sigurs í Pepsi-deildinni á meðan Stjörnumenn eru taplausir í 2. sætinu.
,,Stjarnan er með hörkulið og hefur byrjað mjög vel. Eins og í öllum leikjum þá verðum við að vera upp á okkar besta. Við höfum ekki verið það í nægilega mörgum leikjum. Við þurfum að breyta því og þá fara að koma inn stig til Breiðabliks."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir