Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. maí 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Wilson: Íslenskir stuðningsmenn Liverpool ekki ánægðir
Marc Wilson.
Marc Wilson.
Mynd: Getty Images
Marc Wilson, leikmaður Stoke, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Marc hefur hitt nokkra stuðningsmenn Liverpool hér á landi og hann segir að þeim hafi ekki verið skemmt eftir 6-1 sigur Stoke á Liverpool um síðustu helgi.

„Það virðist vera margir Liverpool stuðningsmenn hér á Íslandi og þeir voru ekki ánægðir með úrslitin," sagði Wilson í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Stoke var 5-0 yfir gegn Liverpool í hálfleik í leiknum um síðustu helgi og Marc segir úrslitin hafa komið sér í opna skjöldu.

„Ég var mjög hissa. Liverpool stórkostlegt lið með mjög góða leikmenn. Þetta var einn af þessum leikjum sem sjást ekki oft. Ég sat á bekknum og trúði þessu ekki. Öll skot okkar virtust fara inn. Þetta var ekki besti dagurinn hjá Liverpool. Á öðrum degi eru þeir einn erfiðasti andstæðingurinn í deildinni."

Marc hefur spilað með Stoke frá því árið 2010 og hann er ánægður með gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

„Heilt yfir var þetta besta tímabil félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Við enduðum með 50 stig í 9. sæti í fyrra og núna enduðum við aftur í 9. sæti en með 54 stig."

Sjá einnig:
Marc Wilson í Reykjavík: Nóg af stöðum til að veiða
Athugasemdir
banner
banner