mán 30. maí 2016 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Njarðvík með þægilegan sigur á Ægi
Njarðvík vann góðan sigur í kvöld
Njarðvík vann góðan sigur í kvöld
Mynd: Njarðvík
Njarðvík 4 - 1 Ægir
1-0 Arnór Svansson (´1 )
1-1 Jannik Christian Eckenrode (´4 )
2-1 Stefán Birgir Jóhannesson (´47 )
3-1 Styrmir Gauti Fjeldsted (´78 )
4-1 Harrison Hanley (´92 )

Njarðvík vann sinn þriðja sigur í 2. deild karla í kvöld, en liðið fékk Ægi frá Þorlákshöfn í heimsókn.

Heimamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Arnór Svanssons skoraði, en stuttu síðar jafnaði Jannik Christian Eckenrode.

Staðan var því 1-1 í hálfleik, en í upphafi þess seinni skoraði Stefán Birgir Jóhannesson og kom Njarðvíkingum aftur yfir.

Styrmir Gauti Fjeldsted og Harrison Hanley skoruðu svo seinna í leiknum fyrir Njarðvík og þar við sat, 4-1 niðurstaðan í þessum leik.

Eftir leikinn er Njarðvík með níu stig í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Ægir er hins vegar á botninum án stiga.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner