„Tilfinningin er bara frábær, ekki bara að vera á toppnum heldur bara líka að hafa unnið góðan leik. Það að skora þrjú mörk er líka mjög jákvætt við höfum verið að ströggla aðeins með það að skora þannig ég er bara mjög sáttur," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld sem fleytir þeim upp í toppsæti Pepsi deildarinnar.
„Mér fannst við fá hættulegri færi heldur en þeir í fyrri hálfleik en nýttum þau ekki svo skiptist þetta svolítið í seinni hálfleik og þeir pressuðu okkur svolítið eftir að við komumst í 1-0 og Gulli ver þar á cruicial mómentum held ég í tvígang."
Breiðablik hafa tapað báðum leikjum sínum gegn nýliðum deildarinnar en eru samt á toppnum.
„Lykilatriðið er hvar þú ert eftir 22.umferðir," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net
Athugasemdir