mán 30. maí 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Bellerin gæti verið á leiðinni á EM
Bellerin sló í gegn með Arsenal í vetur
Bellerin sló í gegn með Arsenal í vetur
Mynd: Getty Images
Hector Bellerin, hægri bakvörður Arsenal, verður í spænska landsliðshópnum á EM í Frakklandi fari svo að meiðsli Dani Carvajal séu alvarleg.

Carvajal haltraði af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í laugardag en ekki er víst hvort hann muni missa af EM.

Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, hefur gefið út að Bellerin muni fylla skarð hans fari svo að Carvajal verði ekki með.

„Það veltur á því hvað læknateymið segir um Carvajal. Bellerín verður með okkur þar til við fáum niðurstöður um meiðsli Carvajal. Ég hugsaði líka um að taka Mario Gaspar en ég hef ákveðið að taka Bellerín fram yfir hann," sagði Del Bosque.

Athugasemdir
banner
banner