Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. maí 2016 15:25
Elvar Geir Magnússon
Osló
Íslenska liðið æfði í sólinni á Bislett
Icelandair
Landsliðsmennirnir hressir á æfingu í dag.
Landsliðsmennirnir hressir á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýlokið fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Osló en 23 manna hópurinn sem er á leið í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi er mættur til höfuðborgar Noregs.

Fótbolti.net fylgdist með æfingunni í dag sem fram fór í sól og blíðu, 17 stiga hita á Bislett-leikvanginum sögufræga. Framundan er vináttuleikur gegn heimamönnum í Noregi á miðvikudag en íslenski hópurinn flýgur síðan heim á klakann á fimmtudag og leikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli eftir viku.

Fylgstu með á Snapchat: Fotboltinet

Nokkrir leikmenn Íslands tóku ekki þátt í æfingunni í dag en fóru í endurheimt í líkamsræktarsalnum á liðshótelinu; þar á meðal Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason.

Auk fulltrúa Fótbolta.net og 365-miðla voru fjölmiðlamenn frá Þýskalandi, Austurríki og Noregi á Bislett-leikvanginum. Leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í Evrópu þegar kemur að frjálsum íþróttum en þar hafa mörg met fallið og keppt er árlega á Demantamótaröðinni.

Leikurinn gegn Noregi á miðvikudag verður 17:45 að íslenskum tíma en hann fer fram á þjóðarleikvanginum í fótbolta, Ullevaal. Búið er að selja um 7 þúsund miða á leikinn en völlurinn sjálfur tekur 28 þúsund manns. Reikna má með í kringum 12 þúsund áhorfendum.

Áhuginn fyrir norska landsliðinu hefur oft verið meiri enda náði liðið ekki að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner