Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2016 12:24
Elvar Geir Magnússon
Osló
Justin Bieber tvífarinn frumsýndur gegn Íslandi?
Icelandair
Martin Samuelsen er lipur kantmaður.
Martin Samuelsen er lipur kantmaður.
Mynd: Getty Images
„Ég hef í gegnum árin fengið margar Justin Bieber spurningar en ég vona að þeim muni fækka þegar ég eldist," segir hinn 19 ára Martin Samuelsen, einn efnilegasti fótboltamaður Noregs.

Martin, sem talinn er ansi líkur Íslandsvininum og tónlistarmanninum Justin Bieber, býr yfir mikilli tækni en hann gæti fengið sína frumraun með A-landsliði Noregs þegar liðið tekur á móti Íslandi í vináttulandsleik á miðvikudag.

Martin er í norska hópnum en kom ekki við sögu þegar liðið tapaði fyrir Portúgal, sem er með okkur Íslendingum í riðli, 3-0 í æfingaleik í Porto.

Per-Mathias Högmo, landlsiðsþjálfari Noregs, segir að Martin gæti fengið sína eldskírn gegn Íslandi á Ullevaal leikvanginum. Högmo er að móta nýtt lið hjá Noregi eftir að því mistókst að tryggja sér sæti í lokakeppni EM.

Martin Samuelsen er í eigu enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og reynir að brjóta sér inn leið í aðalliðið. Hann var lánaður til C-deildarliðsins Peterborough á liðnu tímabili en telur að sá fótbolti sem spilaður sé í úrvalsdeildinni henti sér betur en baráttan í neðri deildum Englands.
Athugasemdir
banner
banner