Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 30. maí 2016 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kante kveðst ánægður hjá Leicester
Kante átti magnað tímabili með Leicester
Kante átti magnað tímabili með Leicester
Mynd: Getty Images
N´Golo Kante, miðjumaður Leicester, segist ekki vera að hugsa um sögusagnir sem tengja hann við önnur félög og ætlar að einbeita sér að EM sem hefst í næstu viku.

Kante kom til Leicester síðasta sumar og átti magnað fyrsta tímabil með félaginu. Hann átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitili í sögu félagsins og hefur verið orðaður við lið á borð við Arsenal, Juventus og Paris Saint-Germain.

Kante segist þó vera ánægður hjá Leicester og ætlar að einbeitar sér að Evrópumótinu með Frökkum.

„Í augnablikinu þá er ég ánægður hjá Leicester. Ég hugsa ekki of mikið um allt það sem er sagt. Núna er ég hjá Leicester og ég ætla að einbeita mér að Evrópumótinu," sagði Kante.

„Ég held að tímabilið mitt hjá Leicester hafi komið öllum á óvart. Fólki fannst gaman að sjá nýjan meistara í ensku úrvalsdeildinni. Við áttum magnað tímabil."

Kante er í franska landsliðshópnum sem leikur á heimavelli á EM í sumar. Liðið mætir Rúmenum í opnunarleik mótsins þann 10. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner