Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 30. maí 2016 17:08
Hafliði Breiðfjörð
Osló
Lars: Spilum pottþétt ekki á liðinu sem mætir Portúgal
Icelandair
Lars Lagerback ásamt Heimi Hallgrímssyni meðþjálfara sínum á æfingu Íslands á Billett í dag.
Lars Lagerback ásamt Heimi Hallgrímssyni meðþjálfara sínum á æfingu Íslands á Billett í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður hluti af undirbúningi okkar. Eins og við sögðum við leikmennina þegar við hittum þá í dag þá snýst þetta um að láta leikja klukkuna ganga hjá þeim sem hafa ekki spilað mikið," sagði Lars Lagerback þjálfari Íslands við Fótbolta.net í Osló í dag en liðið leikur æfingaleik gegn Noregi ytra á miðvikudaginn.

„Sumir þeirra hafa spilað mjög mikið og taka þá kannski ekki þátt í Noregs leiknum. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir þá leikmenn sem hafa ekkert spilað í nokkrar vikur núna," sagði Lars og var spurður hvort hann tefli þá ekki fram sterkasta liði Íslands á Ulleval.

„Það veltur á hvað þú kallar sterkasta liðið, en við erum pottþétt ekki að fara að spila á byrjunarliðinu sem byrjar gegn Portúgal. Núna snýst þetta um undirbúning og koma öllum leikmönnum í eins gott stand og mögulegt er. Það er aðalmálið, auðvitað viljum við standa okkur svo vel og reyna að vinna leikinn."

Liðið kom endanlega saman allt hér í Osló en aðspurður um standið á leikmönnum sagði Lars.

„Staðan er nokkuð góð. Kolbeinn hefur æft einn í vikunni og ekkert neikvætt komið upp hjá honum. Þetta lítur því betur og betur út svo líklega fer hann að taka 100% þátt í æfingum núna eða því sem næst. Það er ekkert vandamál hjá Aroni Einari heldur."

„Við skildum nokkra leikmenn eftir í ræktinni því þeir sem spila á norðurlöndunum hafa sumir spilað 8 leiki á 3 vikum. Þeir þurfa því að hlaða í dag og kannski gera sumir þeirra það aftur á morgun. Þegar við klárum hér í Osló verða svo vonandi allir á sama stað svo við getum valið þá sem við teljum bestir af 23 manna hópnum gegn Liechtenstein."


Noregur mætti Portúgal, fyrsta mótherja Íslands á EM, í vináttuleik í gær og þá vann portúgalska liðið 0-3. Lars fylgdist með enda tveir væntanlegir mótherjar Íslands að mætast þar.

„Við komum seint frá Keflavík svo við höfðum bara tíma til að sjá síðari hálfleikinn og skoðum þetta betur í dag. Þeir litu út eins og vanalega, þeir gerðu mjög vel þó þeir hafi tapað stórt. Það var slakur varnarleikur, en þetta verður góður leikur fyrir okkur í undirbúningnum fyrir EM," sagði Lars en var ekki meira verið að skoða hvernig Portúgal var í leiknum.

„Auðvitað fylgdist ég með báðum en núna erum við einbeittir að Noregs leiknum svo við Heimir skoðum þetta einu sinni til viðbótar. Auðvitað hef ég augun á Portúgal en við tæklum Portúgal þegar við höfum lokið við Liechtenstein."
Athugasemdir
banner
banner
banner